Wednesday, February 02, 2005

 

Stjörnumerki.

Lengst af hafði ég enga trú á stjörnumerkjum. En liklega er eitthvað til í þessu kukli. Ég er í fiskamerkinu miðju. Fiskar þykja værukærir en geta orðið skæðir þegar þeir loksins fara af stað. Eins og laxinn sem dormar í hylnum og lætur sig bara dreyma. Um hrygnur og fleira skemmtilegt. Allt í einu tekur hann viðbragð, rýkur af stað og stekkur upp straumþungan fossinn. Og hefur ekki mikið fyrir því. Ég sit stundum og læt mig dreyma. Einskonar nirvana. Horfi á skítinn á gólfinu, rykið á sjónvarpinu og allt er óuppvaskað. Geri ekkert í því. Og þó. Allt í einu sprett ég á fætur og ræðst með offorsi á hroðann. Voða skemmtilegt þegar sýnilegur árangur næst. Ég er búinn að trassa ákveðið verkefni í marga mánuði. Hefur oft legið á mér eins og mara og jafnvel haldið fyrir mér vöku. Um hádegi í gær tók ég ákvörðun. Skipaði sjálfum mér að ljúka þessu verki. Byrjaði kl. 5 þegar ég kom heim úr vinnunni. Sat við til kl 01 og lauk svo verkinu á 2 tímum í morgun. Mjög uppbyggilegt fyrir sálina. Hef alltaf verið svona. Í seinni hluta laganámsins las ég bara Halldór Laxness fyrri veturinn. Tók síðari veturinn með áhlaupi og komst skammlaust út úr lagadeildinni. Kannski væri betra að vera að sífelldu nuddi. Held samt ekki. Og það er líka erfitt að kenna gömlum hundi að sitja. Meira síðar, ykkar Hösmagi.

Comments:
Kannast við þetta sjálf en þó í hrútsmerkinu...
 
Alveg laukrétt. Ég er stórlax.
 
Nú er ég raunverulega farinn að sjá þig fyrir mér sem neðansjávardýr, þú skimar svona spurnareygur allt í kring um þig, með hendurnar eins og kjúklingur eða risaeðla. En alltaf vatnsgreiddur, það vantar ekki.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online