Monday, February 07, 2005

 

Menningin.

Einhvern veginn finnst mér að bloggarar séu menningarlega sinnaðir. Svona ljóðelskar leikhúsmýs. Hafa ef till vill gaman af að hlusta á Bach, Freddy Mercury og fleiri góða. Verst að bloggið var ekki komið til sögunnar á dögum Jónasar Hallgrímssonar. Ég held líka að Jóhann Gunnar Sigurðsson hefði orðið drjúgur bloggari.

Dirfist þú að skora' á skáld að skrifa og yrkja
þótt það sitji þurrum kverkum
þreytt á lífsins fjósaverkum.

Myglað brauð og " margarín" og merarkæfu
þjóðin skammtað skáldum hefur
skylt er að lofa þann sem gefur.

Þjóðin skipar skáldunum að skemmta og kveða,
andann vill þó ekki glæða
út hún lætur flestum blæða.

Eins vilt þú nú að ég fari að yrkja latur
sá má yrkja sem það getur
síþyrstur í hálfan vetur.

Ekki fæ ég deigan dropa af dýrum vínum
eða koss af vörum vænum
vistlegt er nú hérna' á bænum.

Andskotinn má yrkja ljóð á okkar landi
einhver honum úrlausn sendi
ef það færi vel úr hendi.

Líkt og Keats varð Jóhann Gunnar ekki langlífur. Fæddur 1882 og deyr 24 ára gamall. En andinn lifir og ljóðin hans eigum við öll. Maður hefði örugglega beðið spenntur eftir bloggi frá slíkum manni. Og svo eru það hinir svokölluðu menningarvitar. Margir á móti menningunni en eru að þvælast um á þessu leiksviði til þess að sýnast vera meiri og stærri en þeir eru.Slíkir menn verða alltaf til staðar. Og hafa vit á þessu öllu fyrir okkur hin, þennan venjulega pöpul.Það er þó svo að við erum ekki öll eins. Sem betur fer. Það sem einum finnst gott finnst öðrum lakara. Og öfugt. En skelfing væri nú tómlegra í þessari veraldarpíku sem við þraukum í ef engin væru ljóðin í henni. Og Bach og Albinoni hefðu aldrei verið til. Og enginn van Gogh. Þetta eru nú bara hugleiðingar Hösmaga að morgni dags. Líklega vaknað svona voðalega menningarlegur í morgun. Bestu kveðjur til ykkar allra.

Comments:
Svei mér þá ef þú ert ekki einn þeirra sem maður bíður hvað spenntastur eftir bloggi frá, enda Jónas Hallgrímsson bloggsins um þessar mundir.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online