Saturday, February 19, 2005

 

Lífið er harðfiskur.

Góðan dag góðir bloggarar.Yndislega kyrrt og fallegt veður hér í dag.Klukkan er níu og orðið albjart. Og verður fram undir kvöldmat. Hvítir taumar renna enn niður Ingólfsfjall sem blasir við hér úr glugganum á kontornum mínum. En þeir munu brátt hverfa ef veðurspáin rætist. Er að hugsa um að bregða undir mig betri fætinum í dag. Til höfuðstaðarins í fyrsta sinn á þessu blessaða ári. Hyggst hitta Helgu Soffíu og koma á hana sýslumannakonfekti til Skotlands. Fæðu fyrir skáldið og hana sjálfa. Harðfiskur er væntanlega vandfundinn í Edinborg. Skáldinu veitir örugglega ekki af vítamínum í baráttunni framundan. Ljúffengri og orkuríkri fæðu sem hélt lífinu í mörgum landanum í gamla daga. Þyrfti endilega að semja við einhvern harðfiskmann um að gera tilraun með að herða lax og silung. Held að þessar fisktegundir myndu bragðast frábærlega, mátulega hertar og saltaðar. Þegar heim kemur er það lóin undir rúminu. Búinn að taka allt í gegn hér nema hluta af gólfunum. Ég ætla að gera svo fínt hér að ég verði bara feiminn og fari hjá mér þegar ég kem úr vinnu á mánudaginn. Kemst í einskonar sæluvímu þegar slíkum verkum er lokið.Þar sem ég finn andleysið nálgast( kannski var það til staðar fyrir) slæ ég hér botninn í og sendi ykkur góðar hugsanir i amstri dagsins. Ykkar Hösmagi.

Comments:
Ég man nú bara ekki í svipinn hvort þú varst búinn að ávarpa hann Sigg vin min hérna einhvern tíma á blogginu, minnir að svo sé, nema það hafi verið mamma. Annars fer Sigurður reglulega afar fögrum orðum um blogg Hösmaga á sínu eigin bloggi: siggabloggid.blogspot.com.
Þú hefðir væntanlega gaman af að tékka á því.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online