Monday, January 24, 2005

 

Hrútspungar og hláka.

Sumir borða hrútspunga þó þeim finnist þeir vondir. Halda bara að það sé þjóðlegt. Mér finnst þeir bara akkoti góðir og er ekkert að reyna að vera þjóðlegur. Nú er komin hláka hér á ísa köldu landi. Og verður áfram fram yfir helgi. Og vonandi áfram. Hvað er svona gott við snjóinn? Mér er ekki vel við hann. Hann er einungis til óþurftar og vandræða. Og drepur fólk. Hér á Selfossi eru allir aurarnir búnir sem skyldu notaðir til snjómoksturs á árinu 2005. En svona er þetta nú.
Skíði, snjósleðar og fleira fínerí. Gleður suma en gerir aðra þunga og dapra. Og svo verður maður að keyra Opel Astra í vinnunni sem kemst ekki spönn frá rassi ef snjókorn er á jörðu. Má ég þá heldur biðja um Cherokee. Bestu kveðjur til allra bloggara. Ykkar Hösmagi.

Comments:
Gott að heyra að góðir bloggarar keyri Opel Astra. Það gleður ábyggilega flesta. Að minnst kosti mig. Bestu kveðjur, SBS.

PS. Hætti sjálfur ósjálfrátt að blogga vegna pestar sem upphófst í ársbyrjun. Nú vonum við bara að slíkar pestir herji aldrei framar á nokkurn í fjölskyldunni :) og höldum svo áfram að blogga.
 
Á ekkert að blogga meira, gamli?
 
Jú Sölvi minn. Var að ljúka verki sem hefur legið á mér eins og mara í marga mánuði.Búinn að sitja við í 10 tíma samfleytt.Lundin léttist og ég fer að gefa mér tíma til að setja frá mér eitthvað spaklegt.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online