Tuesday, December 21, 2004

 

Í Lögfræðingasundi

Á Selfossi í morgun og nú í góðu yfirlæti hjá skáldinu mínu og Helgu í Lögmannasundi hér í Edinborg. Svipað veður hér og heima og enginn jólasnjór. Gerir svo sem lítið til því undirritaður er búinn að slíta barnsskónum. Gleði jólanna felst líka mest í því hjá okkur þessu gamla liði að éta nógu mikið og hugsa fátt um Jesú Krist. Og svo kemur nýja árið með hækkandi sól, angan gróðurs og nóttlausri voraldar veröld. Og veiðiskap. Gaman, gaman.

Comments:
og nóg komstu með að heiman... lakkrís, fisk og lamb, allt sem þarf til að halda jól - já, og ORA grænar baunir!
 
Sæll. Nafni þinn Sölvavinur hér. Var ekki lengi að setja tengil á þig mín megin. Fylgist spenntur með veiðisögum úr Ölfusi og kjaftasögum um soninn og tengdadótturina í Edinborg.
 
Bara ef maður fengi svona mörg komment, hann fer vel af stað sá gamli, ég segi nú ekki annað.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online