Tuesday, December 28, 2004
Hannes eða Rumsfield.
Aldrei þessu vant er undirritaður heima hjá sér á þessum tíma dags. Ákvað að taka mér frí og freista þess að endurheimta mína góðu heilsu. Sá það hér áðan að sonur minn yngri hefur étið yfir sig. En ekki af Hannesi. Allir búnir að fá nóg af honum fyrir löngu. Hins vegar gæti ég alveg trúað að hann hafi komið pestarsýklinum fyrir í mér. Eða dólgurinn Rumsfeld. Er ekki frá því að útsendari frá þessum andskotum hafi verið í vélinni til Edinborgar. Hafa líklega grun um skoðanir mínar á Íraksstríðinu og tilbúnir til alls.Fari þeir báðir í fúlan rass. ( Annar þrælvanur þar hvort eð er.) Af hverju þurfum við að sitja uppi með landsfeður sem verða til þess að við skömmust okkar fyrir að vera íslendingar? Menn sem sífellt tala svo fjálglega um frelsi og lýðræði. Og ákveða svo privat og persónulega að gera okkur öll ábyrg fyrir þessu morð- og eyðileggingaræði sem stundað er í Írak. Ógeðslegum hryðjuverkum. Svo sannarlega. En svona getur nú lífið verið dapurlegt á köflum. Megi skömm þessara manna vara að eilífu. Dæmigert var svar Halldórs Ásgrímssonar við áliti eins þingmanns frjálslyndra. Þingmaðurinn vogaði sér að segja að kanarnir hefðu fengið þá mótspyrnu í Írak sem þeir ættu skilið. Halldór sagði hann vera með hryðjuverkamönnum. Einu hryðjuverkamennirnir í Írak eru kanarnir sjálfir og fylgifiskar þeirra í þessu ólögmæta og ógeðslega stríði. Einu eiturvopnin sem fundist hafa í Írak eru bandarískar fornminjar frá 1980 þegar Saddam var góði strákurinn. Allt er þetta þyngra en tárum taki. Meira síðar, með kærum kveðjum til allra góðra manna
Comments:
<< Home
Það er ánægjulegt að sjá að miðillinn er notaður til góðra málefna. Leitt hins vegar að sjá að þér hafi slegið niður á leiðinni heim, en það hlýtur að lagast. Haltu svo bara áfram að blogga, ég ætla að setja link á þig sem kannski eykur strauminn inn á síðuna... hver veit?
Post a Comment
<< Home